Skilmálar

Verð sem birtist í vefverslun innifelur 11% virðisaukaskatt. Verð er birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur geoSilica sér rétt til að hætta við pantanir ef rangt verð hefur verið gefið upp.

Áskrift

Áskriftargjald hvers mánaðar er greitt fyrirfram samkvæmt gjaldskrá sem er í gildi á hverjum tíma. Mánaðargjald er innheimt í hverjum mánuði með sjálfvirkri skuldfærslu af kredit- eða debetkorti. Takist skuldfærslan ekki um mánaðarmót fyrir mánaðargjaldinu er áskrift stöðvuð. Skuldfærsla er reynd aftur til mánaðarmóta, takist skuldfærsla ekki í mánuðinum tels áksrift vera hætt og skuld felld niður. GeoSilica áskilur sér rétt til þess að breyta áskriftarskilmálum þessum. Breytingar skulu kynntar áskrifendum með að minnsta kosti eins mánaðar fyrirvara á heimasíðu félagsins. GeoSilica áskilur sér rétt til verðbreytinga á áskriftargjaldi án fyrirvara, en þó þannig að verðbreyting verði tilkynnt áskrifendum með tölvupósti. Brjóti áskrifandi gegn áskriftarskilmálum þessum er geoSilica heimilt, án fyrirvara, að stöðva sendingu til hans og krefjast greiðslu skaðabóta skv. almennum reglum íslensks skaðabótaréttar. Hægt er að greiða áskrift með Visa, Mastercard eða Netgíró, ekki er hægt að greiða með Amex í áskrift. Vilji áskrifandi segja upp áskrift skal hann gera það með því að senda tölvupóst á geosilica@geosilica.com eða símleiðis.

Sendingarkostnaður (innanlands)

Sendingarkostnaður bætist við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Vörur eru sendar með Íslandspósti.

Sendingarmöguleikar

Sent á næsta pósthús – 0 kr.
Sent heim (þar sem við á) – 990 kr.

Afhendingartími

Afhendingartími er  2-4 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur borist.

Sendingar utanlands

Sendingar utanlands eru með vsk. Sendingarkostnaður er 3655 kr. og bætist við verð vöru áður en greiðsla fer fram. Vörur eru sendar með DHL Express Worldwide.

Afhendingartími

Afhendingartími er 2 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur borist.

Skilafrestur og endurgreiðsla

Viðskiptavinur hefur 30 daga skilafrest eftir að vara hefur verið afhent. Viðskiptavinur getur skilað vöru ef vara er óskemmd og óopnuð í upprunalegum umbúðum og kvittun fylgi með. Kostnaður við endursendingu er á ábyrgð kaupanda. Reynist vara gölluð greiðir geoSilica endursendingu vörunnar.

Öryggi

Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum greiðslusíðu korta.is.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 eftir því sem við getur átt og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003. Allir frestir sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 byrja að líða þegar móttaka vöru á sér stað.

Greiðslumöguleikar

Öll helstu greiðslukort. Viðskiptavinir fá senda staðfestingu þegar greiðsla hefur borist og pöntun verður send.

Millifærsla í banka

Upphæð er millifærð inn á bankareikning geoSilica samkvæmt leiðbeiningum sem birtast við staðfestingu pöntunar. Þegar greiðsla hefur verið móttekin afgreiðum við pöntunina og sendum staðfestingu í tölvupósti. Ef greiðsla hefur ekki borist innan þriggja daga fellur pöntunin úr gildi.

Upplýsingar um geoSilica Iceland ehf.:

geoSilica Iceland ehf.
Kennitala: 581012 0120
Grænásbraut 506
235 Keflavíkurflugvöllur
Sími: 571 3477
Netfang: geosilica@geoslica.com
Vsk.nr.: 112584